Könnun

Með því að taka þátt í könnuninni hér að neðan hjálpar þú okkur að öðlast betri skilning á þörfum syrgjenda og þeim fjölmörgu verkefnum sem þeir standa frammi fyrir.

Fyrirtækið er í þróun og því er þín innsýn okkur afar mikilvæg.

Þér er hvorki skylt að svara einstökum spurningum né könnuninni í heild.

Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.

Hlýjar kveðjur,

Hvað nú?

Það vill enginn verða sérfræðingur í að missa ástvin

Hvað nú? einfaldar syrgjendum úrlausn þeirra verkefna sem fylgja andláti ástvinar með því að auðvelda aðgengi að upplýsingum, leiðbeiningum og ráðgjöf.

Markmið fyrirtækisins er að grípa aðstandendur þegar andlát ber að garði og styðja þannig einstaklinginn sem á um sárt að binda þá stundina. Andlát ástvinar kemur af stað ferli sem fólk er misvel í stakk búið til að takast á við. Þessi verkefni eru mörg hver óljós að umfangi, flókin og dreifð. Einnig reynist það syrgjendum oft torvelt að skilja hvaða skref liggja fyrir og í hvaða röð. Þetta viljum við hjá Hvað nú? aðstoða með.

Um okkur

"Hvað nú?" er hugarfóstur tveggja vinkvenna sem báðar hafa upplifað missi náins ástvinar. Þær þekkja af eigin raun hvað verkefnin geta verið mörg og flókin og hvað minnstu ákvarðanir geta reynst erfiðar á svona krefjandi tímum í lífi fólks. Þær ákváðu því að ráðast í að finna leið til að aðstoða og styðja fólk þegar það missir náinn ástvin.

Nafnið er tilkomið út frá spurningunni sem margir aðstandendur spyrja sig þegar ástvinur deyr. Hvað nú? Hvað geri ég núna?

Áhugi þeirra og þekking á velferðarþjónustu kemur sér vel þar sem Erna er hjúkrunarfræðingur með yfir 10 ára reynslu af því að vinna á sjúkrahúsi og Guðrún er viðskiptafræðingur í sálfræðinámi sem stofnaði og rak eigið fyrirtæki í yfir 10 ár. Þessi bakgrunnur gerir þeim kleift að nálgast verkefnið bæði frá praktísku og mannlegu sjónarhorni, með fókus á að veita hlýja og faglega þjónustu.